Bjartsýn á að komast áfram í Evrópusöngvakeppninni

Móðir króatíska keppandans í Evrópusöngvakeppninni er bjartsýn á velgengi sonar síns þegar hann stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld. Sá er fulltrúi Austurlands í keppninni í ár því móðir hans býr í fjórðungnum.

„Roko er tilbúinn – og draumaliðið líka. Hann mun gera sitt besta og við vonumst eftir að hann komist áfram,“ segir Marija Sartlija-Blazevic.

Marija starfar dags daglega sem matreiðslumaður hjá 701 Hotels, sem reka meðal annars Dinerinn og Salt á Egilsstöðum. Hún lagði land undir fót í vikunni og kom til Tel Aviv til Ísrael í gær til að vera viðstödd keppnina í kvöld.

Hún segir stemminguna þar vera frábæra. „Það er áhugavert að vera hér. Fulltrúar allra landa eru svo kurteisir hver við annan. Það er engin keppni milli þeirra. Stemmingin í græna herberginu er líka frábær.“

Roko Blazevic, sonur Mariju, verður tíundi á sviðið í kvöld af átján atriðum. Lagið sem hann syngur heitir „The Dream.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar