Skip to main content

Boða til mótmæla við HSA

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. okt 2009 10:41Uppfært 08. jan 2016 19:20

Efnt verður til mótmæla utan við höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á Egilsstöðum í hádeginu. Stuðningsmenn yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar standa fyrir mótmælunum og hyggjast leggja upp frá Reyðarfirði kl. 12 og aka að HSA á Egilsstöðum. Mótmæla á því að yfirstjórn HSA leysti yfirlækninn tímabundið frá störfum fyrir um 8 mánuðum og fól lögreglu að rannsaka meint misferli hans með fjármuni stofunarinnar.

hsa.jpg

Sýslumannsembættið á Eskifirði lét málið niður falla. Í kjölfarið tók Ríkisendurskoðun málið upp og vísaði embætti Ríkissaksóknara því  á ný til sýslumannsembættisins, sem nú nýverið felldi málsrannsókn aftur niður. Er nú beðið úrskurðar Ríkisendurskoðunar um hvort þessar verði málalyktir eða málinu áfrýjað til Ríkissaksóknara.