Borgarfjarðarvegur ekki endurbættur í ár

Ekki verður ráðist í auglýstar endurbætur á veginum til Borgarfjarðar eystri í ár. Eitt tilboð, vel yfir kostnaðaráætlun barst í verkið.

 

ImageTilboðið í vegarkaflann frá Lagarfossvegamótum að Sandi í Hjaltastaðaþingá, var opnað í lok maí. Í Austurglugganum var sagt frá að því hefði verið hafnað og ekki yrði farið í verkið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Í fréttatilkynningu frá Samgöngumálaráðuneytinu í vikunni var sagt að unnið yrði í vegarkaflanum „milli Lagarfoss og Unaóss á utanverðu Héraði“ í sumar.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekki verði farið í verkið í ár. „Málið var skoðað eftir að tilboðinu var hafnað. Verktaki endurreiknaði
eftir viðræður við Vegagerðina en það dugði ekki til. Þar sem ljóst er að ekki verður farið í verkið í ár er til skoðunar að bjóða verkið út að nýju, en endanleg ákvörðun ekki tekin enn í málinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar