Breiðdælingum boðið í kaffi í tilefni afmælis George Walkers

Breiðdælingum og nærsveitungum er boðið í kaffi í Breiðdalssetri í dag í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu breska jarðfræðingsins George Walkers.


Opið hús verður í Breiðdalssetri milli 15:30 og 17:00 í dag. Ómar Bjarki Smárason frá jarðfræðistofunni Stapa segir þar frá því nýjasta í jarðhitaleit á Austurlandi.

Á laugardag milli 13:30 og 15:30 verður síðan málþing í setrinu í tilefni tímamótanna. Ómar Bjarki verður þar með erindi um jarðhitaleit á Austurlandi í 20 ár.

Ármann Höskuldsson segir frá eldfjöllum í hafi og hafsbotnsrannsóknum við Ísland á 21. öld og Þorvaldur Þórðarson fer yfir rannsóknir Walkers í Kyrrahafslöndum.

Báðir eru doktorar í eldfjallafræði og starfa við Háskóla Íslands.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar