Breytt stjórnsýsla Fljótsdalshéraðs

Umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs tóku gildi í dag. Stjórnsýslunefndum á vegum sveitarfélagsins fækkar um þrjár.

 

ImageVinna að breytingunum hófst fyrir jól, en markmiðið er meðal annars hagræðing í yfirstjórn sveitarfélagsins. Sex nefndir eru sameinaðar í þrjár. Íþrótta- og frístundanefnd tekur við af íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd. Skipulags- og mannvirkjanefnd kemur í stað skipulags- og byggingarnefnd og fasteigna- og þjónustunefnd. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd og dreifbýlis- og hálendisnefnd eru sameinaðar í umhverfis- og héraðsnefnd.
Fulltrúar Á-listans gerðu fyrirvara við samþykkt sína á stjórnsýslubreytingunum um að þeir samþykktu ekki kaflann um fundarsköp. Þeir vísuðu til þess að í vor hefði verið skipaður starfshópur til að fara yfir samþykktir og fundarsköp sveitarfélagsins. Honum hafi verið ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní en ekki enn hafið störf.

Kosið var í nýju nefndirnar á seinasta fundi bæjarstjórnar og þær eru þannig:

Umhverfis- og héraðsnefnd
Katrín Ásgeirsdóttir aðalmaður, Ásmundur Þórarinsson varamaður
Þorsteinn Bergsson aðalmaður, Sigrún Blöndal varamaður
Aðalsteinn Jónsson aðalmaður, Ásta Sigurðardóttir varamaður
Vilhjálmur Vernharðsson aðalmaður, Ester Kjartansdóttir varamaður

Menningar- og íþróttanefnd
Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður, Katrín M. Karlsdóttir varamaður
Sigríður Sigmundsdóttir aðalmaður, Kjartan Einarsson varamaður
Lára Vilbergsdóttir aðalmaður, Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Jón I. Arngrímsson varamaður

Skipulags- og mannvirkjanefnd
Árni Kristinsson aðalmaður, Árni Ólason varamaður
Baldur Pálsson aðalmaður, Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
Helgi Sigurðsson aðalmaður, Þórhallur Borgarson varamaður
Ester Kjartansdóttir aðalmaður, Gylfi Hallgeirsson varamaður

Nokkrar breytingar urðu á öðrum nefndum sveitarfélagsins.
Þráinn Lárusson verður aðalmaður í bæjarráði en Soffía Lárusdóttir varamaður. Árni Ólason verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Guðnýjar D. Snæland. Fjóla Hrafnkelsdóttir kemur inn í jafnréttisnefnd í stað Huldu Daníelsdóttur.

Framsóknarmenn skipa sína fulltrúa á næsta bæjarstjórnarfundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar