Breyttur opnunartími á bæjarskrifstofunni á Norðfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að frá 1. febrúar næstkomandi verði opnunartími bæjarskrifstofu á Norðfirði frá kl.12:00 – 15:00 alla virka daga. Bæjarskrifstofan er nú opin frá klukkan níu á morgnana til fjögur síðdegis.

Í greinargerð sem fylgdi tillögunni til bæjarráðs segir: Við endurskipulagningu og uppröðun starfa á fjármála- og stjórnsýslusviði hefur komið í ljós að á bæjarskrifstofunum á Norðfirði er þörf fyrir annaðhvort ráðningu á sérstökum afgreiðslufulltrúa eða að núverandi starfsmenn, sem sinna afgreiðslu með öðrum störfum á fjármálasviði, fái næði til að sinna nákvæmnisvinnu í ákveðinn tíma á hverjum degi.

Í ljósi núverandi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er ekki raunhæft að ráða sérstakan afgreiðslufulltrúa en til að koma til móts við þessa þörf er lagt til að opnunartími skrifstofu á Norðfirði verði breytt þannig að opnunartími verði frá 12:00 – 15:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar