BsA óttast skaðleg áhrif Stórhólsmáls

Stjórn Búnaðarsambands Austurlands hvetur sveitarfélög til að draga lærdóm af máli Stórhóls í Álftafirði og beita hörðum viðurlögum, miklu fyrr en raun bar vitni. Í ályktun sambandsins frá því í gær segir að heimildir búfjáreftirlits og dýralækna séu takmarkaðar og skaðinn  mikill þegar svona sé komið. Stjórnin óttist áhrif slíkra mála á ímynd dilkakjötsframleiðslu bæði innanlands og utan, því nú á tímum ljósvakamiðla geti markaður skaðast um allan heim vegna fréttaflutnings eins og þessa. Jafnframt óskar stjórnin þess að Djúpavogshreppur og  Matvælastofnun sjái  til þess að málum verði komið í fullkomlega ásættanlegt ástand strax eða viðkomandi gert að hætta búskap ella.

 

Matvælastofnun kærði í vikunni ábúendur á Stórhóli í Álftafirði til lögreglu fyrir slæman aðbúnað og vanfóðrun á sauðfé. Féð reyndist mjög horað eftir veturinn og lömb sem drepist höfðu í sauðburði voru ekki fjarlægð úr fjárhúsunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.