Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla á Eyrinni í Neskaupstað og 3. áfanga Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Ástæðuna má rekja til skorts á lánsfé og segja bæjaryfirvöld ekki annan kost í stöðunni.
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar, segir ákvörðunina erfiða. Hins vegar verði stefnt að því að hefja framkvæmdir við leikskólann og Skólamiðstöðina eins fljótt og kostur er. Vinna á áfram að því að fjarlægja byggingar á Eyrinni og undirbúa svæðið fyrir nýframkvæmdir.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.