Covid-AUST: Austfirskur lagalisti fyrir handþvottinn
Undanfarið hafa margir hafa deilt lögum sem á að auðvelda manni að taka tímann við handþvottinn en heilbrigðsistofnanir hafa brýnt mikilvægi þess að þvo á sér hendurnar vel. Oft er talað um 20 - 40 sekúndur í því samhengi. Við megum því ekki gleyma framlagi austfirðinga í báráttunni við COVID-19 veirunni.Auðvitað getur maður talið sjálfur í huganum eða upphátt eða jafnvel stilla símann. Sumir syngja afmælissönginn tvisvar sinnum. En svo má líka alveg hafa gaman að þessu, líta sér nær og skoða einmitt listamenn sem eru frá, ættaðir eða búsettir á Austurlandi.
Tónlistarsmekkur er augljóslega misjafn en hér fyrir neðan má finna dæmi um lög, ættuð að austan, sem gaman gæti verið að raula, syngja eða öskra með handþvottinum. Hvað sem hentar. Lögin ættu líka að hjálpa til við að átta sig á því hvað 20-40 sekúndur eru í raun lengi að líða.
COVID-AUST lagalistinn:
Símon er lasinn - SúEllen (Það hlýtur einhver Símon að vera með COVID. Sendum honum góða strauma og matarkörfur).
Engisprettufaraldur - Bjartmar Guðlaugs (Nú er COVID, næst hljóta það að vera engispretturnar).
Arnþrúður er full - Austurvígstöðvarnar (Sumir kjósa nota sprittið öðruvísi en á hendurnar. Við mælum alls ekki með því).
Þorparinn - Pálmi Gunnarsson (Hverjum datt í hug að fara á skíði á Ítalíu, í alvöru?!).
Heim - Magni Ásgeirsson (Á sérstaklega við ef þú ert heima í sótthví).
Paranoia - DDT Skordýraeitur (Gott er að hafa varan á).
Líf ertu að grínast - Prins Póló (Tileinkað þeim sem eru smitaðir og nýbúnir að losa sig við inflúensuna).
Fljúgum áfram - Skítamórall (Gott að vera jákvæður, það þýðir ekkert annað).
Svart-hvíta hetjan mín - Dúkkulísurnar (Takk almannavarnir, sóttvarnalæknir og landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn).
Nein! - Gleðisveitin Döðlur (Sumir eru afneitun).
Eflaust má finna fleiri dæmi og góð og skemmtilegt lög sem nota má við handþvottinn. En munum að þvo okkur vel og vandlega. Frekari upplýsingar og góð ráð við handþvotti má finna á vefnum www.covid.is