Draumurinn um netháskóla

Í dag kynnir Þekkingarnet Austurlands áætlanir um netháskóla á Austurlandi og meistaranám í umhverfis- og þjóðgarðastjórnum. Markmið fundarins er auk kynningar á verkefnunum að ræða með hvaða hætti rannsókna- og þróunarstofnanir á Héraði geti komið að slíkum verkefnum með þekkingu og mannauð.

Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands mun kynna drauminn um netháskóla; háskólanám sem símenntun, fjarmenntun og dreifmenntun. Þá fjallar hún um Leonardo-verkefni í samstarfi við Svía, Skota og Kanadamenn. Sigrún Víglundsdóttir, verkefnastjóri Þekkingarnetsins segir frá meistaranámi í umhverfis- og þjóðgarðastjórnun, en það er samstarfsverkefni Vísindagarða og Þekkingarnetsins, styrkt af Alcoa Fjarðaáli.

Fundurinn hefst á Hótel Héraði, Egilsstöðum, kl. hálffjögur í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar