Dýralæknir með áhuga á dýrum frá barnæsku

Sigríður Auðna Hjarðar er nýlega komin heim til Íslands eftir rúmlega fimm ára nám erlendis í dýralækningum. Hún starfar við fagið og er að auki tekin að mestu við búi að Hjarðargrund á Jökuldal af föður sínum.

Sigríður Auðna er alin upp í kringum dýr og alla tíð haft áhuga á dýrum. Hún menntaði sig sem búfræðingur áður en hún hélt út til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands í dýralæknanámið.

„Búdapest var að stórum hluta fyrir valinu hjá mér vegna þess að dýralæknanámið þar er mjög ítarlegt og nánast ekkert sem ekki er farið í á þessu fimm og hálfa ári sem þetta tók mig.

Það er sem sagt farið ítarlegar í fræðin þar en gengur og gerist víða annars staðar. Enda var það svo þegar ég steig mín skref út í síðasta sinn taldi ég mig fullfæra um að sinna öllu sem hugsanlega kæmi á mitt borð í kjölfarið.“

Ég tek að mér að sinna öllum dýrum, stórum sem smáum, en það er kannski helst að ég reyni að forðast að sinna páfagaukum. Þó ekki vegna annars en ég er með ofnæmi fyrir þeim en ég loka þó aldrei dyrunum ef einhver hefur brýna þörf fyrir þjónustuna.“

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar