Eldar Hvítaskáldsins: Í hjartanu, ástinni og þjóðfélaginu

Fjöllistamaðurinn Ásgeir Hvíldaskáld sendi nýverið frá sér hljómplötuna Eldar brenna. Hann lýsir tónlistinni sem vísnapoppi en þar eru textarnir í fyrirrúmi.


„Platan heitir Eldar Brenna og fjallar um ástina sem brennur, þjóðfélagsgagnrýni sem brennur og söknuðinn sem brennur í hjartanu.“

Á plötunni er að finna 15 frumsamin lög. Fimm þeirra eru sungin af gestasöngvurunum en Ásgeir syngur sjálfur hin tíu. Platan er öll tekin upp á Egilsstöðum og við sögu kemur margt hæfileikafólk af Austurlandi en alls komu 36 tónlistarmenn að útgáfunni.

Ásgeir er lærður vísnasöngvari lýsir plötunni sem vísnapoppi þar sem höfuðáherslan er á textana. Hann flutti austur á Hérað frá Danmörku árið 2007 og fjalla textarnir að hluta til um þau umskipti.

„Mig langaði til að túlka upplifun mín að flytja hingað frá Kaupmannahöfn í tónlist. Síðasta lagið heitir Fjallalandið, og er þá átt við Austurland.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar