Eldhúsyfirheyrslan: Uppskriftir veita mér innblástur.

Borgfirðingurinn Guðfnna Jakobsdóttir Hjarðar er matgæðingur vikunnar. Hún er búsett á Akureyri og starfar á leikskólanum Kiðagili. Henni finnst besta að nota uppskriftabækur sem innblástur fyrir eigin matargerð og fer sjaldnast nákvæmlega eftir þeim.

 

Fullt nafn: Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar

Aldur: 32 ára

Starf: Vinn á leikskólanum Kiðagili

Maki: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Börn: 0

Hvaðan ertu? Frá Borgarfirði eystra

Hvar býrðu? Á Akureyri

Mesti áhrifavaldur í matargerð? Eiginlega ekkert eitt svar við þessu en ætli þeir fyrstu séu ekki Gróa Kristín og Þráinn Lárusson en þau kenndu mér í Húsó.

Hver er furðulegasti réttur sem þú hefur eldað/bakað? Er greinilega lítið í furðulegu eða finnst fátt furðulegt því mér kemur ekkert í hug

Hvað ertu oftast beðin um að elda/baka? Gunnar er mikill kjúlla-maður svo ætli ég segi ekki kjúkling

Hver væri titillinn á kokkabókinni þinni? Uppskriftir fyrir innblástur

Besta eldhúsráð sem þú hefur fengið? Alltaf að geyma tómata í glugga

Þú ert með matarboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda? Myndi bjóða Auði Djúpúðgu, Önnu Frank og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur því ég held að þær hefðu svo ótal margt áhugavert að segja. Ætli ég myndi ekki bjóða þeim upp á íslenska kjötsúpu

Hlustarðu á tónlist þegar þú eldar? Ef svo er hvaða og af hverju? Já, ég hlusta oftast á instrumental tónlist, mest jazz-skotna. Finnst bara svo notalegt að láta eitthvað mala í bakgrunni sem krefst þess ekkert endilega að ég bókstaflega liggi við hlustir

Hvert er leiðinlegasta eldhúsverkið? Klárlega að vaska upp

Horfirðu á matreiðsluþætti? Einhver í uppáhaldi? Ójá! Ef ég ætti að nefna einungis einn af mínum uppáhalds myndi ég segja litla franska eldhúsið hennar Rachel Khoo

En lestu matreiðslubækur? Mælirðu með einhverri? Heldur betur og sæki í þær hugmyndir og innblástur. Einni bók, úff, ég ætla frekar að segja höfundi: Nanna Rögnvaldar

Hver er þinn styrkleiki í eldhúsinu? Elda/nýta úr því sem til er.

En veikleiki? Á til að fá æði fyrir einhverju og nota það í allt alltaf og fá ógeð. Get til dæmis borðað pestó mjög takmarkað af þeirri ástæðu

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið í matargerð? Ég er svo lítið áhættusækin

Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér og af hverju? Smjör, egg, YOSA haframjólk og St. Dalfour sultur. Allt saman vel nýtanleg hráefni á svo margan hátt.

Hver er svo þín uppáhalds uppskrift sem þú vilt deila með lesendum?
Á tyllidögum baka ég amerískar pönnukökur.

Ég fer ekkert endilega alltaf eftir uppskriftum, hef endalausa þörf fyrir að breyta þeim eftir hentugleikum. Ég styðst oft við uppskrift úr Matargleði Evu. Ég bæti þó alltaf auka eggi, set ss 2stk í staðinn fyrir 1stk og finnst allra best að nota AB-mjólk í uppskriftina

Guðfunna ásamt Gunnari Ásgeiri. Myndin er aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar