Eðlisfræðinemar keppa í ME
Í dag kl. 16 fer fram keppni eðlisfræðinema Menntaskólanum á Egilsstöðum. Keppt er í því að láta farartæki ferðast sem lengst. Eina orkan sem farartækið fær er úr falli lóðs, sem er hluti tækisins. Um þetta gilda einfaldar reglur um hæð og þyngd farartækis en annars er hönnun þess alfarið í höndum nemenda. Keppnin verður haldin í anddyri kennsluhúss menntaskólans og er áhugasömum velkomið að koma og fylgjast með. Keppnin er styrkt af Kaupþingi og Tréiðjunni Eini.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.