Elsta húsið á Borgarfirði hætt komið
Við íkveikju lá í gær í elsta húsi Borgarfjarðar eystri, sem nú er nýtt sem sumarhús. Slökkvilið var kallað út síðdegis í gærdag. Kveikt hafði verið upp í gamalli Solo-eldavél til að hlýja húsið en ekki verið lækkað aftur eftir að hitna tók innanhúss og var eldavélin orðin rauðglóandi. Skapaði það mikinn hita í húsinu en ekki kviknaði eldur, þó aðeins virðist hafa verið tímaspursmál hvenær kvikna myndi í.