Endurnýja samstarfssamning

Fljótsdalshreppur og Landsbanki Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um Verkefna-og rannsóknarsjóð Fljótsdalshrepps og Landsbankans.

 

ImageSamningurinn er til 3ja ára og felur í sér árlegt framlag aðila í sjóð sem úthlutar verkefnastyrkjum. Markmið sjóðsins  eru að hvetja háskólafólk til að vinna lokaverkefni sín í og um Fljótsdalshrepp og að styðja við verkefni er tengjast sveitarfélaginu.
Á undanförnum þremur árum hefur sjóðurinn styrkt átta verkefni. Má þar nefna rannsóknir við Eyjabakkajökul, kortlagningu jarðhita í Fljótsdalshreppi, BA lokaverkefni um fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri og menningartengda ferðaþjónustu, og úttetekt á kolefnisbindingu í Fljótsdalshreppi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar