Engin Bræðslukreppa

Þriðjungur miða á tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði eru seldir. Erlendir aðilar sýna tónleikunum áhuga.


Image„Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum beinar fyrirspurnir um miða og þjónustu erlendis frá,“ sagði Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn tónleikahaldara, í samtali við Austurgluggann í morgun. Hann sagði miðasöluna fara vel af stað, í gærkvöldi hefði þriðjungur þeirra eitt þúsund miða sem til eru verið seldir. „Það er engin Bræðslukreppa.“ Opnað var fyrir miðasölu á fimmtudag.

Sú breyting hefur orðið frá upphaflegri dagskrá að hin færeyska Eivör Pálsdóttir kemur fram í stað Emilíönu Torríni. Sú síðarnefnda kemst ekki vegna anna við plötuupptöku. „Emilíana kemur alltaf aftur,“ sagði Arngrímur, en hún spilaði á tveimur fyrstu Bræðslutónleikunum.

Aðalgestur tónleikanna verður írska söngvaskáldið Damien Rice en Magni kemur einnig fram. Miðasala fer fram í verslunum BT og á midi.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar