Erla Rán snýr heim

Blakkonan Erla Rán Eiríksdóttir snýr heim til Þróttar um áramót. Hún fór ásamt Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur út til Tromsö Volley í haust.


ImageÍ samtali við vefmiðilinn Volleyball.is segist Erla ánægð með margt hjá Tromsö en hana langi heim. „Ég var ekki tilbúin að vera lengur. Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig og liðsfélagarnir eru mjög fínir. Ég hef líka bætt við mig sem leikmaður þar sem við erum að spila í sterkari deild en heima. Ég stefni á að fara aftur út síðar en ég var bara ekki tilbúin í meira núna.“
Jóna Guðlaug verður hjá í Tromsö út leiktíðina, en þær gerðu báðar eins árs samning við félagið.

Erla Rán var lykilmaður í liði Þróttar sem seinasta vetur varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari kvenna í blaki. Nánast nýtt lið tók við í haust þegar fjórir af sex aðalmönnum liðsins hættu eða gengu í önnur félög. Þrátt fyrir blóðtökuna hefur Þrótti tekist að halda sér á floti og hefur unnið þrjá leiki af sex.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar