Fá þrjú hundruð milljónir í skuldabréfaútboði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skuldabréf að andvirði þrjú hundruð milljónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verkefnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitarfélagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða.

fljtsdalshra_lg.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar