Fimm Austfirðingar í framboði í stúdentakosningum
Fimm Austfirðingar eru í framboð í kosningum til stúdentaráða innan Háskóla Íslands sem haldnar verða í vikunni.Að þessu sinni eru fjórir frambjóðendur á lista Vöku en einn hjá Röskvu. Kosið er í ráð á fimm sviðum skólans auk Háskólaráðs.
Útbreiðsla Covid-19 hefur sett sinn sitt mark á kosningarnar. Vika er síðan byggingum skólans var lokað þannig að erfiðra hefur verið fyrir frambjóðendur að komast í tæri við væntanlega kjósendur.
Veiran hefur hins vegar ekki áhrif á kosningarnar sjálfar þar sem kosið er rafrænt í gegnum nemendavef skólans á miðvikudag og fimmtudag.
Austfirðingarnir eru:
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. sæti á lista Vöku til Háskólaráðs. Ingveldur er ættuð úr Fellabæ. Hún nemur lögfræði og er jafnframt forseti Vöku.
Tinna Alicia Kemp frá Fáskrúðsfirði, 2. sæti á heilbrigðisvísindasviði fyrir Vöku. Tinna er í hjúkrunarfræði.
Sóley Arna Friðriksdóttir frá Eskifirði, 1. sæti á menntavísindasviði fyrir Vöku. Sóley Arna er í leikskólakennarafræði.
Viktor Andersen frá Seyðisfirði, varafulltrúi á heilbrigðisvísindasviði fyrir Vöku. Viktor er í hjúkrunarfræði.
Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði, 2. sæti á menntavísindasviði fyrir Röskvu. Gabríela Sól lærir grunnskólakennslu með áherslu á erlend tungumál.