Sautján þorrablót Austfirðinga

Austurfrétt hefur fregnað af sautján þorrablótum sem haldin verða á vegum Austfirðinga á næstu viku. Tæpur helmingur þeirra er nú um helgina.


Sjö blót eru haldin nú um helgina, þar af tvö strax í kvöld, bóndadag, annars vegar á Egilstöðum, hins vegar á Reyðarfirði.

Mikil eftirvænting er á þeim stöðum, sem og víðar, þar sem þorrablótin hafa ekki verið haldin frá árinu 2020 vegna Covid-faraldursins. Margar þorrablótsnefndir gerðu sitt besta með myndbandsatriðum árið 2021 og/eða skiluðu af sér í fyrra með vorskemmtun í fyrra.

Á Egilsstöðum seldust miðar á blótið upp á hálftíma í forsölu. Reyðfirðingar fagna sínu 100. blóti sem jafnframt verður fyrsti viðburðurinn í nýju íþróttahúsi.

Fimm blót eru síðan á morgun sem þýðir að sex af 15 blótum sem haldin eru eystra fara fram um helgina. Breiðdælingar eru síðastir í röðinni og er þeirra blót reyndar ekki haldið fyrr en á Góu. Sextánda blótið er síðan skipulagt saman að átthagafélögum Austfirðinga í Reykjavík.

Blótin eiga sér flest langa sögu. Sums staðar til sveita hefur þeim fækkað síðustu ár og verið sameinuð. Tilkynnt hefur verið að blót Skriðdals og Valla falli niður í ár þar sem ekki hafi tekist að manna nefnd. Við upptalninguna má bæta hjónaballi Fáskrúðsfirðinga, sem vanalega hefur verið haldið í byrjun janúar fyrir Þorra en er að þessu sinni laugardaginn 28. janúar.

Föstudagur 20. janúar
Egilsstaðir í íþróttahúsinu
Reyðarfjörður í nýju íþróttahúsi

Laugardagur 21. janúar
Eskifjörður í Valhöll
Seyðisfjörður í Herðubreið
Borgarfjörður í Fjarðarborg
Vopnafjörður í Miklagarði
Sveitablóð Norðfjarðar í Egilsbúð

Föstudagur 27. janúar
Fellabær í íþróttahúsinu
Félag eldri borgara í Múlaþingi á Eiðum

Laugardagur 28. janúar
Kommablót í íþróttahúsinu í Neskaupstað

Laugardagur 4. febrúar
Fljótsdalur í Végarði
Austfirðingablót í Valsheimilinu, Reykjavík
Djúpivogur á Hótel Framtíð

Laugardagur 11. febrúar
Jökuldalur, Jökulsárhlíð og Hróarstunga í Brúarási
Eiða- og Hjaltastaðaþinghár í Hjaltalundi

Laugardagur 18. febrúar
Hróarstunga í Tungubúð

25. febrúar
Breiðdalsvík í íþróttahúsinu

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var missagt að blót Tungubúa yrði haldið með Brúarásblótinu. Hið rétta er að það verður á sínum stað í Tungubúð á þorraþræl. Eins féll niður sveitablót Norðfjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.