Fimmtíu ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs - Myndir

Fimmtíu ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs var fagnað nýverið í Valaskjálf. Það var viðeigandi enda saga hússins og félagsins mikið til samofin.


Húsið og félagið eru jafn gömul auk þess sem flest leikverk félagsins hafa verið sett þar upp og var Skugga-Sveinn vígsluverk Valaskjálfar.

Að þessu sinni var boðið upp á söngskemmtun sem sýnd var bæði laugardag og sunnudag fyrir fullu húsi. Sungin voru þekkt lög úr sýningum leikfélagsins í gegnum tíðina áður en skemmtuninni lauk með fjöldasöng.

Þá var Kristrún Jónsdóttir, betur þekkt sem Dúrra, heiðruð fyrir starf sitt með félaginu.

Austurfrétt leit við á skemmtuninni.

Leikfelag 50ara 0001 Web
Leikfelag 50ara 0015 Web
Leikfelag 50ara 0016 Web
Leikfelag 50ara 0018 Web
Leikfelag 50ara 0025 Web
Leikfelag 50ara 0030 Web
Leikfelag 50ara 0031 Web
Leikfelag 50ara 0038 Web
Leikfelag 50ara 0040 Web
Leikfelag 50ara 0045 Web
Leikfelag 50ara 0053 Web
Leikfelag 50ara 0056 Web
Leikfelag 50ara 0064 Web
Leikfelag 50ara 0095 Web
Leikfelag 50ara 0097 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar