Fjarðabyggð berst fyrir lífi sínu á botninum

Á morgun tekur KFF á móti Stjörnunni á Norðfjarðarvellí í 1. deild í knattspyrnu. Fyrir leikinn er lið Fjarðabyggðar í bullandi fallbaráttu í 9. sæti með 21 stig eftir 20 leiki í deildinni.

Staða Stjörnunnar er hins vegar önnur. Leikmenn Stjörnunnar berjast nú við að ná Selfyssingum að stigum í toppbaráttunni og tryggja sér sæti í úrvaldsdeild. Fyrirfram má ætla að Stjarnan sé mun sigurstranglegri í leiknum, en báðum þessum liðum var spáð því að vera í toppbaráttunni í sumar.

Njarðvíkingar eru í ellefta sæti 1. deildar með 15 stig og einn leik til góða. Leiknir R. er í 10. sæti með 20 stig. Þess vegna getur allt gerst í síðustu tveimur umferðunum. Jafntefli í leiknum á morgun gæti ráðið úrslitum um hvort Fjarðabyggð heldur sér í deildinni, en liðið hefur gert 9 jafntefli í sumar. Þar af hefur liðið sjö sinnum gert 2-2 jafntefli.fbyggd_vikingur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar