Fjarðabyggð í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara í skuldabréfaútboð upp á allt að sex hundruð milljónir króna vegna fjármögnunar samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2009 í opnum stækkanlegum flokki.

Að því er fram kemur í fundargerð munu í fyrirhuguðu útboðsferli munu markaðsaðilar gera tilboð í að halda útboðið og munu bjóða í ákveðna þóknun sem inniheldur kynningu, skráningu í Kauphöll, skráningu í Verðbréfaskráningu og sölu til fagfjárfesta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar