Fjarðarheiði gengin fyrir bættum samgöngum
Hópur Seyðfirðinga og Héraðsbúa gengur nú í fjórða sinn yfir Fjarðarheiði til að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni er efnt til almennrar hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórðungslega þar til komin eru jarðgöng sem tengja Seyðfirðinga við önnur byggðalög. Gangan hófst í morgun kl. 9 og er gengið frá Seyðisfirði til Egilsstaða. Nú er norðaustanátt á heiðinni, slydda og um 11m/sek. Í dag er Haustroðahátíð á Seyðisfirði og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir gesti og heimamenn.
-
Miklar framkvæmdir eru nú á Fjarðarheiði vegna vinnu við Fjarðarárvirkjun og unnið í kapp við aðvífandi vetrarríki./SÁ