Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit
Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.
Sigurvegarar í keppninni fengu vegleg verðlaun frá Landstólpa á Egilssstöðum. Aðalfundur Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands var haldinn að móti loknu. Úrslit urðu þessi:
A-flokkur, 110 stig möguleg. Ætlaður fulltömdum hundum. Lengd brautar 350 m:
1. Varsi og Spaði,
2. Sverrir og Gutti,
3. Varsi og Queen
B-flokkur, 100 stig möguleg. Ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Lengd brautar 150 m:
1. Ingvi og Nala,
2. Agnar og Kópur,
3. Krzysztof og Oreó
Unghundaflokkur, 100 stig möguleg. Ætlaður hundum undir 3ja ára aldri. Lengd brautar 200 m:
1. Maríus og Fríða,
2. Krzysztof og Loki,
3. Marzibil og Spænir.
Á myndinni eru sigurvegarar í A-flokki, Þorvarður (Varsi) og Sverrir, með fjárhundana Spaða, Queen og Gutta.