Fjöldi undirritar stuðningsyfirlýsingu
Um sjö hundruð og fimmtíu manns hafa ritað nöfn sín undir stuðningsyfirlýsingu við lækni, sem Heilbrigðisstofnun Austurlands leysti tímabundið undan starfsskyldum fyrir um hálfum mánuði, vegna rannsóknar á störfum hans fyrir Heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Í yfirlýsingu sem fylgir undirskriftalistanum er lýst undrun yfir svonefndri aðför yfirstjórnar HSA að lækninum. Stuðningsyfirlýsingin hefur ekki verið afhent enn sem komið er.