Fjölmenni á jólamarkaði Barra

jolamarkadur_barra_0001_web.jpgUm 1500-1600 manns sóttu jólamarkað Barra um seinustu helgi. Ellefu skógarbændur seldu þar jólatré og gekk salan vel.

Jólamarkaðurinn hefur byggst upp utan um sölu skógarbænda á Héraði á jólatrjám. Þangað koma að auki ýmsir handverks- og matargerðarmenn af Austurlandi til að selja vörur sínar. Markaðurinn hefur vaxið að umfangi ár frá ári, einkum eftir að Barri flutti í nýtt húsnæði að Valgerðarstöðum í Fellum.

jolamarkadur_barra_0002_web.jpgSkúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, sagðist í samtali við Agl.is ánægður með aðsóknina á markaðinn en hann áætlaði að um 1500-1600 manns hefði lagt leið sína á hann á laugardaginn. Tré þeirra ellefu skógarbænda sem komu með tré voru nær uppseld í lok dags.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.