Fjölmennt í afmælisveislu RARIK á Egilsstöðum

„Þetta var töluvert meira af fólki en ég átti persónulega von á enda var þetta ekki mikið kynnt þannig,“ segir Bergur Már Hallgrímsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar RARIK á Austurlandi.

Blásið var til veislu á öllum starfsstöðvum RARIK vítt og breitt um landið síðdegis á miðvikudag í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar. Starfsstöðvarnar opnaðar upp á gátt fyrir gestum, starfsemin kynnt og var boðið upp á góðar veitingar.

Töluverður fjöldi fólks nýtti tækifærið til að heimsækja stöð RARIK á Egilsstöðum og óska starfsfólki til hamingju með áfangann. Sérstaklega var áberandi hversu margir fyrrum starfsmenn RARIK létu sjá sig og þeim mörgum tíðrætt um hve mikið hefði breyst í starfseminni á tiltölulega skömmum tíma. Ekki séu margir áratugir síðan að starfsfólk þurfti næstum daglega að eiga við bilanir hér austanlands en nú sé það hending ef rafmagn dettur út á svæðinu.

Dýrindis kökur voru á boðstólnum hjá RARIK í gær og var þéttsetið af fólki að njóta veiganna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.