Fjöldi viðburða á þjóðhátíðardaginn og um helgina

Þjóðhátíðadagurinn lengir helgina og hefst hún því með almennum hátíðahöldum víðsvegar um Austurland á morgun.



Fjölbreytt hátíðadagskrá verður á Egilsstöðum á morgun, sem hefst á morgunmessu í Egilsstaðakirkju klukkan tíu, þaðan sem verður svo gengið í Tjarnargarðinn þar sem Grímur, nýstofnað leikfélag, sýnir Lagarfljótsorminn. Hátíðadagskrá hefst svo í Lómatjarnargarði klukkan 13:00.

Sumarsýning Sláturhússins opnar klukkan 16:00, en nánar má lesa um hana hér. Dagskrána fyrir Fljótsdalshérað má sjá í heild sinni hér.

Þjóðhátíðardeginum í Fjarðabyggð verður fagnað í Fáskrúðsfirði í ár með glæsilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin hefst með víðavangshlaupi fyrir yngri kynslóðina klukkan 13:00. Skrúðganga verður frá Sumarlínu klukkan 13:45 að hátíðarsvæðinu Fram. Nánar má lesa um dagskrána hér.

Á Seyðisfirði hefst hátíðardagskráin klukkan 10:00 þegar blómsveigur verður lagður á leiði BJörns Jónssonar frá Firði. Klukkan 11:00 hefst hátíðarhlaup fyrir krakka og dagskrá hefst í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju eftir hádegi. Nánar má lesa um dagskrána hér.

Á Breiðdalsvík verða tónleikarnir Rock the boat að kvöldi þjóðhátíðadagsins, en nánar má lesa um þá hér í frétt sem birtist á vefnum fyrr í vikunni.


Helgin

Tónleikagleðin heldur áfram í Fjarðaborg á Borgarfirði um helgina þegar Prins Póló mætir ásamt hrið sinni og gerir allt vitlaust. Tónleikarnir verða á laugardaginn og hefjast klukkan 22:00. Nánar má fylgjast með þeim hér.

Hörkustuð verður í Egilsbúð á laugardaginn þegar Stuðlabandið spilar fyrir dansi, en í auglýsingu segir að það sé líklega eitt hressasta band íslandssögunnar og þeir lofi hita, svita, stemningu og almennri gleði.

Enn á ný býður Alcoa Fjarðaál öllum könum til veislu í álverinu í tilefni kvenréttindadagsins sem er sunnudaginn 19. Júní. Móttaka hefst klukkan 14:45 og kaffið hefst klukkan 15:00. Ávörp fæytja Þórunn Egilsdóttir þingkona, Ruth Elfarsdóttir fjármálastjóri Fjarðaáls, Helga Guðrún Jónasdóttir markaðs- og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar og Bríet Ósk Moritz rafiðnaðarkona hjá Fjarðáli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar