Orkumálinn 2024

Fjórir leikmenn Þróttar á leið í heimabæ jólasveinsins

Fjórir leikmenn Þróttar Neskaupstað eru í U-19 ára landsliðunum í blaki sem í morgun halda til Finnlands til þátttöku í Norðurlandamóti. Birna Jóna Sverrisdóttir setti tvö Íslandsmest í sleggjukasti í gær.

Ester Rún Jónsdóttir er ein í stúlknaliðinu en þeir Börkur Marinósson, Ísak Tandri Zoega og Egill Kolka Hlöðversson í strákaliðinu.

Spilað verður í Rovaniemi í Lapplandi, sem sagður er heimabær jólasveinsins eins og hótel liðanna, Santasport, ber vott um. Hópurinn fór frá Íslandi í morgun og framundan er sólarhrings ferð, þar sem farið verður með næturlest frá Helsinki norður til Rovaniemi. Mótið hefst þar á föstudagsmorgunn.

Fleiri ungir austfirskir íþróttamenn hafa náð eftirtektarverðum árangri síðustu daga.

Bjartur Blær Hjaltason, Hetti, er í blönduðu landsliði unglinga sem keppir á Evrópumótinu í hópfimleikum. Mótið verður haldið í Guimaraes í Portúgal í byrjun desember.

Birna Jóna Sverrisdóttir, sleggjukastari úr Hetti, setti tvö Íslandsmet í gær. Hún kastaði 3kg sleggju 42,7 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet. Hún fylgdi því eftir með að tvíbæta 12 ára gamalt Íslandsmet með 4 kg sleggju. Hún kastaði henni fyrst 35,42 metra og síðan 36,1 metra.

Birnu Jónu hefur vegnað vel á árinu, því hún komst nýverið í úrvalshóp Frjálsíþróttasambandsins. Þá var hún í sumar valin til æfinga með U-14 ára landsúrvali í körfuknattleik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.