Fjármála- og félagsstýrur hætta í Fjarðabyggð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jan 2010 12:12 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Jóna Árný Þórðardóttir, fjármálastýra og Sigríður Stefánsdóttir, félagsmálastýra Fjarðabyggðar láta af störfum hjá sveitarfélaginu innan skamms.
Á fyrsta fundi bæjarráðs á árinu var lagt fram bréf frá Jónu þar sem hún sagði starfi sínu lausu. Það hefur þegar verið auglýst. Talsmaður sveitarfélagsins staðfesti að Sigríður sé að láta af störfum.