Flugvél brotlenti á Egilsstaðanesi

Lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Egilsstaðatúni um klukkan ellefu í kvöld. Einn erlendur flugmaður var í vélinni. Hann slasaðist ekki alvarlega en fór í athugun á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Vélin var að koma frá Grænlandi.egilsstadanes_crash.jpg

 

Mikið myrkur var á vettvangi, en á verksummerkjum má sjá að vélin hefur brotlent á rennblautu túninu á Egilsstaðanesi, um 400-500 metrum frá flugbrautarenda Egilsstaðaflugvallar. Mikil mildi er að flugmaðurinn slasaðist ekki meir en raun ber vitni því flugvélin virðist hafa skautað og skoppað um hundrað metra á túninu áður en hún stöðvaðist. Á verksummerkjum sést að vélin hefur kastast yfir skurð og raun einskær heppni að hún skildi ekki fá á sig kröftugt högg þar.

Flugvélin er talsvert löskuð. Beyglur eru á skrokki vélarinnar auk þess sem vængir og nef hafa skaddast. Vélin er af gerðinni Piper og rúmar fimm farþega og flugmann.

Ekki er fullljóst hver var undanfari flugslyssins. Aðstæður á ellefta tímanum á Egilsstöðum þegar slysið varð voru erfiðar. Mikil rigning og þoka var á staðnum. Líklegt er talið flugmaðurinn hafi komið fullbratt niður úr blindaðflugi í gegnum þokuna og ekki náð að hækka flugið til að ná að lenda á sjálfri flugbrautinni. Þar voru lendingarljós kveikt.

img_7392.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7396.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7408.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7410.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndir: Austurglugginn.is/Einar Ben

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.