Skip to main content

Framkvæmdum á Vopnafirði miðar vel

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. ágú 2009 18:59Uppfært 08. jan 2016 19:20

Framkvæmdum við nýja fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel. Á vef HB Granda segir að þær séu á áætlun. Um helgina átti að steypa verksmiðjugólfið en það tafðist fyrir helgi vegna veðurs. Fyrstu bílarnir sem flytja strálgrindina í verksmiðjuhúsið komu til Vopnafjarðar í lok vikunnar.

 

ImageGrunnflögur hússins er um 1.200 fermetrar. Það hýsir  stjórnstöð verksmiðjunnar, skrifstofur, rannsóknastofu og starfsmannarými.
Um helgina var sett upp stálgrind fyrri þjónustuhús sem verður ofan á mjöltökunum og lyftuhús. Næst verður byrjað að reisa strálgrindina í sjálfu verksmiðjuhúsinu. Samhliða því verða ýmis tæki, sem voru í verksmiðju Faxamjöls í Reykjavík, flutt inn á verksmiðjugólfið.
Héðinn hf. hefur yfirumsjón með framkvæmdunum en meðal undirverktaka eru Mælifell ehf., sem sér um alla steypuvinnu og ES vinnufélar, sem sá um allar jarðvegsframkvæmdir á byggingarsvæðinu.