Framkvæmdum á Vopnafirði miðar vel

Framkvæmdum við nýja fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel. Á vef HB Granda segir að þær séu á áætlun. Um helgina átti að steypa verksmiðjugólfið en það tafðist fyrir helgi vegna veðurs. Fyrstu bílarnir sem flytja strálgrindina í verksmiðjuhúsið komu til Vopnafjarðar í lok vikunnar.

 

ImageGrunnflögur hússins er um 1.200 fermetrar. Það hýsir  stjórnstöð verksmiðjunnar, skrifstofur, rannsóknastofu og starfsmannarými.
Um helgina var sett upp stálgrind fyrri þjónustuhús sem verður ofan á mjöltökunum og lyftuhús. Næst verður byrjað að reisa strálgrindina í sjálfu verksmiðjuhúsinu. Samhliða því verða ýmis tæki, sem voru í verksmiðju Faxamjöls í Reykjavík, flutt inn á verksmiðjugólfið.
Héðinn hf. hefur yfirumsjón með framkvæmdunum en meðal undirverktaka eru Mælifell ehf., sem sér um alla steypuvinnu og ES vinnufélar, sem sá um allar jarðvegsframkvæmdir á byggingarsvæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.