Skip to main content

Franskir dagar fagna 25 ára afmæli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. júl 2021 13:47Uppfært 21. júl 2021 13:47

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði fagna í ár 25 ára afmæli bæjarhátíðarinnar með veglegri dagskrá.

Hátíðinni verður þjófstartað í kvöld þegar skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson heldur pöbkviss í Skrúð.


Dagskráin er þétt um helgina og mikið um að vera. Fjölbreytt tónleikadagskrá verður á hátíðinni og á morgun halda þeir Stebbi og Eyfi tónleika í Skrúð. Á föstudaginn spilar KK í kirkjunni og síðar um kvöldið verða stórtónleikar við Búðagrund þar sem fram koma: Matti Matt, KK, Bríet og Lalli töframaður. Á laugardagskvöldið verður svo ungmennaball í Skrúð með Albatross og Birni. Síðar um kvöldið heldur spilamennska Albatross svo áfram fyrir fullorðna fólkið.


Líf og gjör verður í bænum alla helgina þar sem skemmtidagskrá verður á Skólavegi á laugardaginn ásamt leiktækjum fyrir krakkana og markaðstorgi.


Þá verður margt annað í gangi eins og: hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður, dorgveiðikeppni, helgistund í frönsku kapellunni og félagsvist í Glaðheimum svo eitthvað sé nefnt.