Frönsku dagarnir að hefjast

Franskir dagar hefjast á Fáskrúðsfirði í dag og standa til sunnudags. Hópur Veraldarvina frá Frakklandi hafa undanfarna daga undirbúið hátíðina með heimamönnum.

 

ImageHulda Guðnadóttir framkvæmdastjóri Franskra daga er á myndinni ásamt  Stéphane Einrick frá Metz í Frakklandi fyrir framan safnið Fransmenn á  Íslandi á Fáskrúðsfirði. Hann verður klæddur sem franskur sjómaður alla helgina og segir gestum safnsins frá þeim tíma er landar hans voru hér við veiðar. Myndina tók Albert Eiríksson.

Nánari upplýsingar eru á www.franskirdagar.com.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar