Förufálki í snjóflóðavarnargörðum

Nokkrar ábendingar hafa komið  inn á borð starfsfólks Náttúrustofu Austurlands um að haförn hafi sést við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað síðastliðna helgi og einhverjar myndir náðust af fuglinum.
Kristín Ágústsdóttir, starfsmaður NA, fór  af stað en fuglinn var þá á bak og burt. Eftir að hafa skoðað myndir sem náðust af fuglinum kom í ljós að örninn var nokkuð fálkalegur ásýndar og staðfesti Skarphéðinn G. Þórisson hjá NA að þarna var á ferðinni fálki.

gtotem_falcon.jpg

Þess má einnig geta að  fyrir rúmri viku síðan fékk starfsfólk NA ábendingu frá Eskifirði um stóran ránfugl í botni Eskifjarðar. Ekki náðust þó myndir af þeim fugli.


Starfsfólk NA hvetur fólk til að hafa samband sjái það sjaldgæfa fugla á ferð og myndir eru líka vel þegnar: www.na.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar