Fáskrúðsfirðingar vilja hafa sitt áhaldahús

Íbúafundur var haldinn á Fáskrúðfirði í gærkvöld og mættu þangað um eitthundrað manns. Auk annarra umfjöllunarefna voru málefni áhaldahúss á Fáskrúðsfirði í brennidepli og mikill hiti í fundargestum, sem mótmæltu því harðlega að leggja ætti áhaldahúsið/þjónustumiðstöðina niður og bjóða út verkefnin.

logo.jpg

Þrjúhundruð áttatíu og tveir hafa undirritað kröfugerð á móti niðurlagningu þjónustumiðstöðvarinnar og afhent bæjarstýru Fjarðabyggðar, Helgu Jónsdóttur. Hugmyndin er að selja veghefil í eigu bæjarins, sem keyptur var fyrir sameiningu Fáskrúðsfjarðarhrepps í Fjarðabyggð, en moksturþjónusta að vetrarlagi á svæðinu er sögð byggja að stórum hluta á þessum hefli. Selja á áhaldahúsið og koma upp einhverskonar aðstöðu fyrir nokkra menn og fáein tæki í slökkviliðsstöðinni í þorpinu. Mótmæla bæjarbúar því harðlega, sem og slökkviliðsmenn á Fáskrúðsfirði.

Samkvæmt upplýsingum Austurgluggans á hið fyrirkomulag að taka gildi í maí næstkomandi.

Helga Jónsdóttir bæjarstýra sagði á fundinum að hagræðingar þyrfti við í ljósi þess að neikvæð niðurstaða fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár sé um hundrað milljónir króna.

bafundur_fskrsfiri.jpg

 

 

 

Ljósmynd/Óðinn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar