Fyrirtæki nýti sér innlenda þjónustu

Verkefnastaðan hjá Tandrabergi ehf., sem annast löndunarþjónustu í Fjarðabyggðarhöfnum, er samkvæmt frétt af vef fyrirtækisins ekkert sérstaklega góð um þessar mundir. ,,Eins og allir vita brást loðnuvertíðin og því litla sem veiddist var nánast öllu landað á suðvesturhorninu“ segir í fréttinni.

solbakur_lest1.jpg

,,Höfum við bundið miklar vonir við kolmunnaveiðarnar, en heyrst hafði að mikil áhersla yrði lögð á frystingu kolmunnans. Nú eru að berast þær fréttir að hugsanlega landi ákveðin skip afla sínum á Írlandi og eru það mikil vonbrigði fyrir fyrirtæki eins og Tandraberg, þar sem löndun úr skipum af þessu tagi hefur verulega þýðingu fyrir rekstur fyrirtækisins.

Það má segja að það sem af er árs hafi aðkomuskip haldið uppi atvinnu hjá fyritækinu. Er er þá helst að nefna Hákon EA sem landað hefur ca 3000 tonnum af frosnum afurðum það sem af er ársins á Norðfirði. Það hefur gríðarlega þýðingu fyrir þjóðina að allir þeir sam hafa yfir atvinnutækjum að ráða nýti sér innlenda þjónustu.“

            Myndin er fengin að láni af vefsíðu Tandrabergs og er tekin um borð í Sólbaki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar