Ég byggði mér hús við hafið

Á fréttavef Borgarfjarðar Eystri má sjá leifarnar af húsi Jónasar í JG Bílum sem fauk því sem næst á haf út á dögunum á Borgarfirði. Húsið var nýlegt og stóð rétt við hafið. Frétt Borgfirðinga er undir fyrirsögninni: Ég byggði mér hús við hafið, og hreppsnefndin sagði ókei.

 En restin af fréttinni er svona: "Það var helvítis vindur og svona í dag. Húsið hans Jónasar sagði skilið við okkur og hélt á vit ævintýranna sem hinn víðfeðmi sær býr yfir, þó hann búi yfir hundrað hættum, kæri sonur."

 

Myndirnar má sjá á fréttasíðu Borgfirðinga

bprg_eystri_hus_jonasar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.