Giftu sig á bökkum Breiðdalsár

Það er ekki á hverjum degi sem að gifting fer fram á bökkum veiðiár en laugardaginn 13. september, kl. 12 á hádegi, voru gefin saman við Prestastreng í Tinnudalsá Ólöf Anna Jónsdóttir og Guðjón Þór Pétursson. Prestur var Séra Gunnlaugur Stefánsson frá Heydalaprestakalli. gifting_breiddalsa_strengi.jpg
Svaramenn voru Herleifur Halldórsson og Nanna Snorradóttir. Söfnuður Birgir Reynisson og Ragnhildur Bjarnadóttir. Til hamingju Ólöf og Guðjón!

Annars fer að styttast í lok vertíðar en veitt verður til 30. september í öllum okkar ám. Ljóst er að veiði var almennt góð þó stundum hafi verið sveiflur vegna þurrka eða eins og nýverið einnig vegna flóða sem sett hafa einhver strik í reikninginn.

Ljósmynd: Strengir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar