Glæsibær fékk fyrstu verðlaun í samkeppni piparkökuhúsa – Myndir

Piparkökuhúsið Glæsibær bar nafn með réttu og hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni piparkökuhúsa sem haldin var í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði á fimmtudag.

Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin en henni var komið á laggirnar í fyrra. Nú bárust sjö hús í keppnina sem er umtalsverð fjölgun.

„Keppnin tókst ljómandi vel, þetta var virkilega huggulegt og skemmtilegt. Þetta voru töluvert fleiri hús heldur en við þorðum að vona,“ segir Halldóra Kristín Lárusdóttir, aðstandandi keppninnar.

Í samtali við Austurfrétt í aðdraganda keppninnar sagði hún að fyrirkomulagið væri frjálslegt og það myndi ráðast af þeim húsum sem kæmu inn. Aðeins hafði verið ákveðið að veita nýsköpunarverðlaun.

Halldóra Kristín segir að eftir mikla umræðu og umhugsun hafi þriggja manna dómnefndin ákveðið að stofna til sex nýrra flokka. Öll húsin fóru því heim með viðurkenningar.

Viðurkenningarnar urðu sem hér segir:

Fyrstu verðlaun hlaut svo húsið Glæsibær fyrir einstaklegan metnað og vel heppnað, fallegt hús.
Nýsköpunarverðlaun: Skemmtileg útfærsla af farþegaferjunni Norrænu
Fyrir frásagnarlist og sviðsetningu : Nornaslangið og Gúrkuhúsið
Fyrir stemningu og fagurfræðilegt jafnvægi: Nammihús
Fyrir girnilegheit: Sykursýki
Fyrir menningararf og sagnfræðilegt gildi: Bláa kirkjan

Piparkokhus Glaesibaer

Piparkokhus Glaesibaer

Piparkokuhus Norraena

Piparkokuhus Norraena

Piparkokhus Nornaslang Gurkuhus

Piparkokhus Nornaslang Gurkuhus

Piparkokuhus Nammihusid

Piparkokuhus Nammihusid

Piparkokuhus

Piparkokuhus

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.