Gleði og gaman á LungA - Myndir

Listahátíðinni LungA á Seyðisfirði lauk um helgina með stórtónleikum og uppskeruhátíð. Austurfrétt var meðal þeirra sem mættu á svæðið og fangaði stemminguna.

Ríflega 100 ungmenni tóku þátt í listasmiðjum í vikunni sem urðu alls níu talsins. Afrakstur smiðjanna var síðan sýndur á uppskeruhátíð á föstudag sem breiddi úr sér um Seyðisfjörð.

Meðal þess sem mátti líta var dans, innsetningar og myndverk auk þess að hlýða á afrakstur tónlistarsmiðju. Þungamiðja uppskeruhátíðarinnar var í Herðubreið en ýmis rými voru nýtt meðal annars Gamla ríkið og húsnæði Smyril-Line.

Að uppskeruhátíðinni lokinni var blásið til stórtónleika á svæði Norðursíldar yst í bænum að sunnanverðum. Meðal þeirra sem fram komu þar voru Mammút og Hatari.

Hátíðinni lauk svo á laugardagskvöld með öðrum stórtónleikum á sama stað. Eftir því sem næst verður komist gekk skemmtanahald helgarinnar vel fyrir sig og voru tónleikarnir fjölsóttir, þrátt fyrir vætutíð.

Lunga 2019 0015 Web
Lunga 2019 0017 Web
Lunga 2019 0026 Web
Lunga 2019 0070 Web
Lunga 2019 0072 Web
Lunga 2019 0079 Web
Lunga 2019 0083 Web
Lunga 2019 0095 Web
Lunga 2019 0097 Web
Lunga 2019 0102 Web
Lunga 2019 0106 Web
Lunga 2019 0029 Web
Lunga 2019 0039 Web
Lunga 2019 006 Web
Lunga 2019 0326 Web
Lunga 2019 0329 Web
Lunga 2019 0151 Web
Lunga 2019 0132 Web
Lunga 2019 0143 Web
Lunga 2019 0343 Web
Lunga 2019 0379 Web
Lunga 2019 0367 Web
Lunga 2019 0159 Web
Lunga 2019 0170 Web
Lunga 2019 0182 Web
Lunga 2019 0208 Web
Lunga 2019 0294 Web
Lunga 2019 0223 Web
Lunga 2019 0231 Web
Lunga 2019 0234 Web
Lunga 2019 0269 Web
Lunga 2019 0277 Web
Lunga 2019 0309 Web
Lunga 2019 0318 Web
Lunga 2019 0439 Web
Lunga 2019 0405 Web
Lunga 2019 0434 Web
Lunga 2019 0313 Web
Lunga 2019 0382 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar