Golfvöllur gjaldþrota

Golfklúbburinn á Eskifirði er gjaldþrota. Svæðisútvarpið á Austurlandi sagði frá því í gær að myntkörfulán sem tekið var til að fjármagna framkvæmdir við uppbyggingu golfvallarins á Eskifirði hefði sligað reksturinn í kjölfar hrunsins í október í fyrra. Óskað hefur verið eftir að klúbburinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

golf.jpg

Golfklúbburinn hefur aðsetur í Byggðarholti en Fjarðabyggð á bæði landið og húsnæði klúbbsins. Í sumar var brugðið á það ráð að stofna nýjan golfklúbb undir nafninu Gríma. Skuldir voru færðar yfir á nýja klúbbinn og búast má við að hann verði gerður upp sem þrotabú. Golfklúbbur Eskifjarðar verður því áfram starfræktur á nýrri kennitölu. Heildarskuldir nema um 55 milljónum króna. (www.ruv.is)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.