![](/images/stories/news/2016/ormsteiti_2016/ormsteiti_hverfaleikar_2016_0185_web.jpg)
Gula liðið vann Hverfaleikana - Myndir
Það var gula hverfið sem hafði best í keppni hverfanna á nýafstöðnu Ormsteiti. Fulltrúar hverfanna reyndu sig í þrautabraut þar sem meðal annars þurfti að rekja sig í gegnum trjónufótbolta og stökkva yfir grindur með fulla vatnfötu.
Að venju sameinuðust hverfin í skrúðgöngu á Vilhjálmsvöll þar sem aðaldagskráin fór fram.
Sigurlaug Jónasdóttir, héraðshöfðingi, gerði samtakamáttinn að umræðuefni í ávarpi sínu og lýsti yfir ánægju með nýafhent umhverfisverðlaun Fljótsdalshéraðs.
Þá var Ormsteitiseldurinn kveiktur en það gerði Steingrímur Örn Þorsteinsson, frjálsíþróttamaður úr Hetti.
Brekkan var litskrúðug að vanda eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.