Gullhringur fannst á Skriðuklaustri

Fornleifafræðingar sem grafa í rústum gamla klaustursins á Skriðuklaustri í Fljótsdal fundu í dag gullhring í gröf.

 

ImageHringurinn fannst í áletraðri kistu sem opnuð var á föstudag og greint var frá á Austurglugginn.is. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, sem stýrir rannsókninni telur að um síðmiðaldagerð að hring sé að ræða. Í honum mótar fyrir einhvers konar laufamunstri. „Hann líkist hefðbundnum giftingahring, utan skrautsins,“ segir Steinunn.
Hún segir þetta sjöunda gullhringinn sem hún viti til að finnist á Íslandi. „Það er mjög sjaldgæft að gullhringir eða gull finnist í fornleifauppgröftrum á Íslandi.“
Hringurinn verður nánar rannsakaður á næstu dögum, hreinsaður, aldursgreindur og efnagreindur. Hann verður til sýnis í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri frá og með morgundeginum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.