Gullhringur fannst á Skriðuklaustri

Fornleifafræðingar sem grafa í rústum gamla klaustursins á Skriðuklaustri í Fljótsdal fundu í dag gullhring í gröf.

 

ImageHringurinn fannst í áletraðri kistu sem opnuð var á föstudag og greint var frá á Austurglugginn.is. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, sem stýrir rannsókninni telur að um síðmiðaldagerð að hring sé að ræða. Í honum mótar fyrir einhvers konar laufamunstri. „Hann líkist hefðbundnum giftingahring, utan skrautsins,“ segir Steinunn.
Hún segir þetta sjöunda gullhringinn sem hún viti til að finnist á Íslandi. „Það er mjög sjaldgæft að gullhringir eða gull finnist í fornleifauppgröftrum á Íslandi.“
Hringurinn verður nánar rannsakaður á næstu dögum, hreinsaður, aldursgreindur og efnagreindur. Hann verður til sýnis í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri frá og með morgundeginum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar