Gyða Árnadóttir vann Barkann 2023

Gyða Árnadóttir vann söngvakeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkann sem haldin var í gær. Hún verður þar með fulltrúi skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna.

Gyða söng lagið „Mamma Knows Best“ eftir ensku söngkonuna Jessie J. Hún keppir því fyrir hönd ME í Söngvakeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl.

Í öðru sæti var Emilía Anna Óttarsdóttir með lagið „Who‘s Loving You“ sem Jackson 5 fluttu og í því þriðja Dögun Óðinsdóttir sem söng „Because of You“ frá rokksveitinni Skunk Anansie. Þá hlaut Sebastian Andri Kjartansson verðlaun fyrir frumlegasta atriðið.

Alls kepptu ellefu atriði. Í dómnefnd voru þau Nanna Imsland, Bjarni Haraldsson og Halldór Warén.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar