Hafnar fyrningu aflaheimilda

Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirra óvissu kominn er upp í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi á Hornfirði. Nú þegar hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fara svokallaða fyrningarleið á úthlutuðum kvóta valdið fyrirtækjum skaða og sett rekstur þeirra í uppnám. Auk sjávarútvegsfyrirtækja hefur þetta mikil áhrif á nýsköpun og þau fyrirtæki sem hafa atvinnu af þjónustu við sjávarútveginn.

Í fréttatilkynningur segir að bæjarstjórn Hornafjarðar skori á ríkisvaldið að falla nú þegar frá ákvörðunum um fyrningu aflaheimilda. „Sjávarútvegurinn er sú undirstöðuatvinnugrein sem aflar þjóðinni stóran hluta gjaldeyristekna og við núverandi ástand í þjóðfélaginu er það afar varhugavert að setja þessa atvinnugrein í algjört uppnám eins og nú stefnir í. 

 

Jafnframt er mikilvægt að komið sé í veg fyrir upplausnarástand í sjávarútvegi við hverjar alþingiskosningar. Því hvetur Bæjarstjórn Hornafjarðar til þess að hafin verði endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að skapa sátt um kerfið til framtíðar til þess að efla stöðu byggðanna."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.