Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, frá Teigarhorni í Berufirði, er komin áfram í tíu manna úrslit  Idol-Stjörnuleitar á föstudagskvöld.

 

ImageHanna Elísa var meðal tíu kvenna í fyrri riðli keppninnar en fimm fóru áfram í aðalkeppnina. Hún söng lagið Fæ aldrei nóg með Todmobile. Djúpavogsbúar og nærsveitarmenn söfnuðust saman á Hótel Framtíð og fylgdust með útsendingunni á breiðtjaldi. Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, frá Reyðarfirði, komst ekki áfram en hún söng lagið Ferjumaðurinn með Mannakorni.
Næsta föstudagskvöld keppa tíu strákar um seinni fimm sætin í aðalúrslitunum. Í þeim hópi er Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar