Hans Friðrik og Sigur sýndu glæsilega takta
Hans Friðrik Kjerúlf og fjölskylda gerðu góða ferð í Húnavatnssýslu um liðna helgi. Þar fór fram eitthvert sterkasta ísmót sem haldið hefur verið utandyra til þessa. Margir af bestu hestum landsins voru mættir til leiks. Hans keppti á Sigri frá Hólabaki í B-flokki og tölti. Fóru leikar þannig að Hans hafði sigur í báðum greinum og óhætt að segja að það sé frábær árangur sem skráist í sögubækur austfirskrar reiðmennsku.
Á vefsíðu Freyfaxa segir að í B-flokki hafi Hans Friðrik og Sigur fengið 8,74 í einkunn og 8,0 í tölti.
Hans Friðrik hefur áður tekið þátt í Bautatöltinu á þessu ári og sigraði þar einnig. Framundan er væntanlega þátttaka í Stjörnutölti á Akureyri að sögn Freyfaxamanna.
Ljósmynd: Hans Friðrik og Sigur á Svínavatni. Mynd/Hestafrettir.is